Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 08. desember 1998, kl. 22:54:45 (1823)

1998-12-08 22:54:45# 123. lþ. 35.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÖJ (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 123. lþ.

[22:54]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er verið að leggja mér þau orð í munn að ekkert gott vaki fyrir þeim sem hugsanlega fái rekstrarleyfið eða sérleyfi á heilsufarsupplýsingum Íslendinga. Ég hef aldrei sagt þetta og það er mjög ódrengilegt að segja þetta í lokaandsvari, þar sem ég get ekki leiðrétt málið. Ég hef aldrei sagt þetta.

Ég hef sagt að það væri ekki sambærilegt að bera saman vísindastarfsemi sem rekin væri á sama grundvelli og Krabbameinsfélagið, í þágu líknar og vísinda, og hins vegar viðskiptafyrirtækis. Ég tók það síðan fram að að sjálfsögðu hlytist margt gott af því sem gerðist á markaði á þessu sviði sem öðrum. Ég tók það sérstaklega fram.

En ég sagði hins vegar að á þessu væri grundvallarmunur. Allur málflutningur minn hér í kvöld hefur gengið út á að færa á þetta sönnur.