Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 08. desember 1998, kl. 23:35:43 (1826)

1998-12-08 23:35:43# 123. lþ. 35.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, HG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 123. lþ.

[23:35]

Hjörleifur Guttormsson (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þar sem senn er komið miðnætti þá vildi ég leita upplýsinga hjá hæstv. forseta um hvað sé áformað í sambandi við framhald þessarar umræðu sem hefur staðið hér lengi dags. Ég tel mjög nauðsynlegt að það skýrist fyrir okkur sem erum þátttakendur í umræðunni hvað þar er áformað.

Ég er á mælendaskrá og hef ekki talað áður við þessa umræðu. Mér finnst nú skynsamlegra að taka nýjan dag þó að ég biðjist ekkert undan að tala inn í nóttina út af fyrir sig. En svona almennt séð held ég að við þurfum að sýna þessari umræðu þá virðingu að hún fari fram á eðlilegum starfstíma þingsins.