Formennska í sjávarútvegsnefnd

Miðvikudaginn 09. desember 1998, kl. 13:43:18 (1851)

1998-12-09 13:43:18# 123. lþ. 36.91 fundur 151#B formennska í sjávarútvegsnefnd# (aths. um störf þingsins), LB
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 123. lþ.

[13:43]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Ég ætla svo sem ekkert að blanda mér sérstaklega inn í þessa umræðu um formennsku. Ég held að það sé rétt að það verði tekið upp á þingflokksfundum. En ég vildi bara koma upp og upplýsa um það að við óskuðum eftir því í utandagskrárumræðum á föstudaginn að þetta mál, þ.e. kvótadómurinn, yrði sett á dagskrá í sjútvn. Við ræddum það við núv. formann sjútvn.

Síðan hefur verið haldinn einn fundur og málið var ekki sett á dagskrá. Það er rétt hjá formanni sjútvn. að málið sem var á dagskrá tók allan þann tíma en það breytir ekki hinu að málið hefur aldrei verið sett formlega á dagskrá á fundi sjútvn. Ég held að mikilvægt sé að þetta liggi fyrir í umræðunni.