Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 09. desember 1998, kl. 15:41:31 (1889)

1998-12-09 15:41:31# 123. lþ. 36.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 123. lþ.

[15:41]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er dálítið merkilegt ef það eru meginrökin, herra forseti, fyrir þessari eðlisbreytingu á grunninum að hafa ættfræðiupplýsingarnar og erfðafræðiupplýsingarnar með, að það sé vinnusparnaður fyrir tölvunefnd. Ég hafna því alfarið því að þarna er um grundvallareðlismun að ræða.

Þá langar mig að spyrja frsm. hv. heilbr.- og trn., þar sem ljóst er að einkarétturinn, að mínu mati, stangast bæði á við samkeppnisreglur EES-samningsins svo og hugsanlega við stjórnarskrárákvæði, bæði um jafnræði og atvinnufrelsi, hvort til greina komi að falla frá þessum einkarétti eða stytta hann t.d. niður í sex ár.

Í þriðja lagi vil ég spyrja hvort ekki sé mögulegt að segja eitthvað nánar um hvernig ráðherraskipuð þverfagleg vísindasiðanefnd á að vera skipuð, þ.e. með brtt. er engan veginn tryggt með þessu valdaframsali til ráðherra hvort þetta verði bara innanhússnefnd. Það verður að vera tryggt (Forseti hringir.) að þessi nefnd fullnægi þeim vísindasiðfræðilegu lögmálum sem við höfum skuldbundið okkur til að vera aðilar að í alþjóðlegu starfi.