Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 11:46:17 (1919)

1998-12-10 11:46:17# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SighB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[11:46]

Sighvatur Björgvinsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Svavars Gestssonar og biðja hæstv. forseta að kanna málið áður en lengra verður haldið en ég óska líka eftir því að sá aðili sem lagði þetta frv. fyrir þingið og bað um afgreiðslu upplýsi þingheim um það hvort það sé að ósk hæstv. heilbrrh. að taka eigi málið fyrir aftur með þeim stóru og miklu breytingum sem hv. formaður heilbr.- og trn. upplýsti áðan að til stæði að gera á frv. og hv. varaformaður sömu nefndar staðfesti. Er það að fyrirlagi og beiðni hæstv. heilbrrh. og með stuðningi hæstv. ráðherra sem slíkar breytingar á að gera?