Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 12:41:15 (1929)

1998-12-10 12:41:15# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÁRJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[12:41]

Ásta R. Jóhannesdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Vegna þessara orða forseta vil ég geta þess að brtt. frá meiri hlutanum sem liggja fyrir varða einmitt þau málefni sem búið er að boða umræðu um í nefndinni að lokinni þessari umræðu og ég teldi það mjög óeðlilegt að þessar brtt. komi til atkvæða áður en málið fer til umræðu í nefndinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fram hér og það verði þannig að þessar brtt. verði dregnar til baka til 3. umr. því það er nánast ekki hægt að taka afstöðu til brtt. sem búið er að boða að verði endurskoðaðar í nefndinni. Þetta tel ég mjög mikilvægt að komi fram og svör fáist við því frá meiri hlutanum í nefndinni eða talsmanni meiri hlutans í hv. heilbr.- og trn. hvort ekki verði orðið við því að brtt. verði dregnar til 3. umr. Ég teldi það eðlilega málsmeðferð. Ég óska eftir því við hæstv. forseta að það komi hér fram áður en við ljúkum þessari umræðu hvort meiri hlutinn hyggst draga þessar brtt. til 3. umr.

(Forseti (ÓE): Forseti getur ekki svarað þessu öðruvísi en hann hefur þegar gert en næstur á mælendaskrá er hæstv. heilbrrh. og ráðherrann kynni kannski að koma að þessu máli.)