Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 13:11:35 (1949)

1998-12-10 13:11:35# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[13:11]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Gert er ráð fyrir því að Íslensk erfðagreining, eða fyrirtækið sem um er að ræða, beri kostnað af tilteknum þáttum og því er nauðsynlegt fyrir ríkið að þeir verði metnir af öðrum en Íslenskri erfðagreiningu eða viðkomandi sérleyfihafa. Ég tel nauðsynlegt að þeir verði fyrir fram metnir af Ríkisendurskoðun. Ég kem þessu hér á framfæri vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þetta verði skoðað milli 2. og 3. umr. Ég mun beina því til þingmanna sem eru með þetta mál í hv. heilbr.- og trn. að Ríkisendurskoðun verði kölluð til að skoða málið.