Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 13:12:25 (1950)

1998-12-10 13:12:25# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[13:12]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill vegna orða sem féllu hér hjá hæstv. ráðherra og í frammíkalli taka fram að samkomulag varð um að ljúka umræðunni klukkan tvö þótt á fyrri stigum væri rætt um að ljúka klukkan tólf. Þetta varð niðurstaðan, þannig að enginn misskilningur sé ferðinni.

Nú er forseti í nokkrum vanda. Venjan er að gera stutt matarhlé og forseti vill spyrja hvort athugasemdir séu við að svo verði gert. Forseti vonar að okkur takist að ljúka þessu um það bil á umsömdum tíma. Því verður þessum fundi frestað til klukkan hálftvö.