Tryggingagjald

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 15:07:23 (1977)

1998-12-10 15:07:23# 123. lþ. 37.3 fundur 228. mál: #A tryggingagjald# (lífeyrissparnaður launamanns) frv. 148/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[15:07]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þeir þjóðfélagsþegnar sem ekki borga skatta, borga ekki skatta af ýmsum ástæðum. Þeir geta t.d. verið í námi eða verið tekjulausir tímabundið þannig að þeir fá ekki skattfrádrátt fyrir þennan aukasparnað. Þá er ég að tala um þau 2% sem aukalega ætti að spara, forsendu þess að menn fái 0,2%. Þeir geta lent í því sem lífeyrisþegar að þessi viðbót lendi í skatti. Þannig að þeir fá ekki skattfrestun heldur skattlagningu á sparifé sitt. Ég mundi því ekki ráðleggja manni sem ekki borgar skatt að spara þessi 2%, ég mundi ráðleggja honum að nota peningana til að kaupa spariskírteini. Spariskírteinin, stofninn, verður skattfrjáls þegar hann fær þau greidd út og af vöxtum og verðbótum greiðir hann 10% fjármagnstekjuskatt en ekki tekjuskatt.