Stimpilgjald

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 15:11:01 (1979)

1998-12-10 15:11:01# 123. lþ. 37.4 fundur 151. mál: #A stimpilgjald# (undanþágur frá gjaldi) frv. 157/1998, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[15:11]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá efh.- og viðskn. vegna frv. til laga um stimpilgjald og jafnframt brtt. sem er í fjórum liðum. Nefndin sendi frv. til umsagnar, fékk það til baka frá allnokkrum aðilum og fjallaði um málið á grundvelli þeirra. Enn fremur voru fulltrúar fjmrn. viðstaddir umfjöllun nefndarinnar.

Þær tillögur sem nefndin er með til breytinga á frv. eru þessar:

Í a-lið brtt. er gert ráð fyrir að í 7. tölul. 1. gr. frv. verði einnig rætt um umskráningu en ekki aðeins um skráningu og afskráningu.

Í b-lið brtt. er gerð breyting á 8. tölul. 1. gr. sem snýst um að sams konar ákvæði séu varðandi skip og varða flugvélar.

Í c-lið brtt. er ákvæði um breytingar á skilyrðum vegna tímafrests á þinglýsingum.

Í d-lið brtt. er gerð breyting á 10. tölul. 1. gr. frv. sem snertir kröfu um þinglýsingu á kvöðum á jörðum þar fjallað er um kaup á greiðslumarki.

Ákveðnar ábendingar hafa komið fram um stimpilskyldu á bréfum vegna félagslega húsnæðiskerfisins. Spurt hefur verið hvort einhverju því sem gilt hefur á því sviði verði breytt. Nefndin mun taka það mál til umfjöllunar milli 2. og 3. umr. Ef eitthvað yrði hróflað við því sem gilt hefur á því sviði þá mun að sjálfsögðu vera lögð fram brtt. við 3. umr. þannig að það verði óbreytt.