Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1999

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 15:58:33 (1991)

1998-12-10 15:58:33# 123. lþ. 37.7 fundur 321. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1999# (breyting ýmissa laga) frv. 158/1998, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[15:58]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. fjallaði um að það væru ekki mikil efni til þess að vera með sérstakar ánægjuyfirlýsingar yfir batnandi efnahag sem sumir hafa látið lúta samheitinu góðæri. Skildi ég hv. þm. rétt að hann teldi að hinn batnandi efnahagur, það sem menn hafa kallað góðæri, hafi leitt til þess að einhverjir borgarar standi verr að vígi eftir en áður? Í annan stað sagði þingmaðurinn: Það er ljóst og það er vitað að fátækt hefur aukist. Hvaðan hefur hv. þm. það? Getur hann vitnað í skjöl þessu til staðfestingar, opinberar upplýsingar sem liggja fyrir eða er þetta bara venjuleg áróðursklisja frá hv. þm.?