Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1999

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 16:27:56 (2006)

1998-12-10 16:27:56# 123. lþ. 37.7 fundur 321. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1999# (breyting ýmissa laga) frv. 158/1998, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[16:27]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála hv. þm. um að árið 1987 hafi um margt verið sérstakt. Reyndar höfðu verið gerðir nokkuð ógætilegir kjarasamningar þar á undan. Í annan stað var hið svokallaða skattleysisár sem kom inn í þá mynd og í þriðja lagi kosningar.

En þannig er nú með efnahagsmálin að það fylgjast að plúsar og mínusar. Vegna þess að við þykjumst sjá fram á að nokkuð dragi úr þenslu og viðskiptahalla er þess heldur ekki að vænta að við getum við lok fjárlagagerðar, eins og stundum endranær, búist við verulega auknum tekjum, svona til að hjálpa okkur að loka síðasta skammtinum. Það eru ekki verulegar líkur til að slík góðærisgusa, ef ég má kalla hana svo, verði til að hjálpa okkur að sauma saman í lokin eins og stundum hefur gerst.