Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 17:41:01 (2014)

1998-12-10 17:41:01# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, GE (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[17:41]

Gísli S. Einarsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það getur vel verið að ég sé ekki góður í lestri en ég get ómögulega skilið það sem stendur við 4. gr. að í stað orðanna ,,er einungis heimilt`` í 1. mgr. komi: eru einungis heimilar. Þetta er tillaga meiri hlutans. Ef maður síðan ætlar að lesa þetta saman, þá stendur hér: ,,Gerð og starfræksla gagnagrunns á heilbrigðissviði eru einungis heimilar þeim sem fengið hefur rekstrarleyfi ...`` Hvernig á að skilja þetta, herra forseti?

Vegna þess hvernig þetta mál er komið, og þó ég hafi verið í meginatriðum stuðningsmaður, þá mun ég ekki greiða atkvæði um eina einustu grein sem hér liggur fyrir til atkvæðagreiðslu.