Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 17:43:50 (2016)

1998-12-10 17:43:50# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[17:43]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Vakin hefur verið athygli á því við umræðuna að þetta mál er einstaklega illa undirbúið og óframkvæmanlegt í þeirri mynd sem það er í í dag. Óskýrleiki þess hefur síst minnkað við umræðuna í þinginu. Persónuverndin er ónóg, rannsóknafrelsinu er ógnað, einkarétturinn felur í sér óeðlileg afskipti ríkisvaldsins af atvinnustarfsemi og brýtur í bága við samkeppnisreglur EES-samningsins og meginmarkmið samkeppnislega en aðalástæða þess að ég styð frávísun málsins, herra forseti, er sú að málið er klúður frá upphafi til enda og hreinlega ekki tækt til afgreiðslu í þeirri mynd sem það er í í dag.