Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 17:57:28 (2023)

1998-12-10 17:57:28# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[17:57]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um brtt., þá fyrstu af tólf, sem ég ásamt tveimur þingmönnum jafnaðarmanna hef flutt í þessu efni. Þær eru samhangandi og mynda eina heilsteypta heild. Reginmunur er á stefnumörkun og hugmyndafræði í þessum tillögum. Ekki er um einkaleyfi að ræða heldur er aðgengi vísindaheimsins opið. Gjaldtaka fyrir hugsanlegan arð er heimiluð. Persónuvernd er tryggð með dreifðum gagnagrunnum sem tryggir aukin gæði og betri tryggingu fyrir einstaklingana. Hér er með öðrum orðum allt önnur leið og skynsamlegri farin. Ég segi vitaskuld já.