Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:01:59 (2027)

1998-12-10 18:01:59# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:01]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Sá gagnagrunnur sem stendur til að mynda er siðferðilega ,,góður``, þ.e. hann gefur færi á miklum læknisfræðilegum rannsóknum sem geta bætt læknavisindin og mildað þjáningar og jafnvel bjargað lífi um allan heim.

Herra forseti. Íslendingar gefa fúslega blóð. Þeir taka fúslega þátt í söfnunum vegna náttúruhamfara og ekki bara hér á landi. Þeir munu taka þessari hugmynd vel og hafa tekið henni vel vegna þess að þessi gagnagrunnur getur leitt gott af sér. Hann er siðferðilega ,,góður``. Ég segi já.