Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:04:28 (2030)

1998-12-10 18:04:28# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:04]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Ég tel einsýnt að markmiðsgrein laganna er einskis virði því að það tæki sem stefnt er að að búa til mun aldrei verða að veruleika vegna ótrúlegs klúðurs í allri málsmeðferð af hálfu meiri hlutans. Svo til allt vísindasamfélagið hérlendis er auk þess í andstöðu við þessa framkvæmd sem gerir málið enn flóknara.

Þá er það ekki rétt sem fullyrt er í þessari grein að í grunninum séu ópersónugreinanlegar upplýsingar. Ég greiði því atkvæði gegn þessari 1. gr. frv. og við einstökum greinum eftir atvikum en þar sem sýnt er að málið mun í stórum atriðum verða tekið upp á milli 2. og 3. umr. mun ég sitja hjá við brtt. meiri hlutans og flestar greinar frv.