Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:05:31 (2031)

1998-12-10 18:05:31# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:05]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Þetta frv. er blaut tuska í andlitið á sjúklingum. Það stríðir gegn yfirlýsingum sem komið hafa frá allflestum samtökum sjúklinga á Íslandi. Þetta frv. er blaut tuska í andlitið á vísindamönnum, bæði hér á landi og erlendis. Þetta frv. er blaut tuska í andlitið á læknum. Ef þetta frv. verður að lögum mun það ekki auðvelda rannsóknir, það mun torvelda rannsóknir. Hér er verið að koma á þröngri einokunarverslun í lok 20. aldarinnar og það er sorglegt að Framsfl. og Sjálfstfl., sem stundum kennir sig meira að segja við frjálsa samkeppni og frjálsa verslun, skuli hafa forgöngu um þetta mál.