Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:06:38 (2032)

1998-12-10 18:06:38# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:06]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég styð þá meginhugmynd sem liggur að baki gerð miðlægs gagnagrunns. Við 1. umr. málsins hafði ég tvær aðalathugasemdir við frv. eins og það lá þá fyrir. Mér fannst þurfa að vera algerlega skýrt hvað ætti að fara inn í grunninn. Því miður hefur ekki tekist að skýra það fyrir þessa umræðu.

Í öðru lagi fannst mér þurfa að liggja algerlega skýrt fyrir að fulltrúi fyrirtækisins ætti ekki sæti í aðgengisnefnd. Það hefur heldur ekki tekist að lagfæra það við meðferð heilbrigðisnefndar á málinu og þess vegna mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins við þessa umræðu.