Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:08:21 (2034)

1998-12-10 18:08:21# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:08]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Eins og áður hefur komið fram hjá mér við þessa atkvæðagreiðslu, liggur það fyrir að meiri hlutinn ætlar sér að breyta málinu í a.m.k. einu, stóru mjög veigamiklu atriði sem gerbreytir eðli þessa frv. Jafnframt hefur verið vísað til þess að aðrar breytingar kunni að vera mögulegar og þess vegna mun ég og nokkrir fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar sitja hjá við allar greinar þessa frv. og allar brtt. Við höfum hins vegar lýst yfir mjög harðri andstöðu við tvo þætti frv., þ.e. annars vegar einkaréttarákvæðið og hins vegar aðgengi vísindamanna og til þess að undirstrika það mun ég greiða atkvæði gegn 1. gr. þar sem talað er um einn gagnagrunn, gegn 4. gr. og einnig 9. gr.