Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:11:04 (2037)

1998-12-10 18:11:04# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:11]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Það þarf að ríkja sátt og traust í samfélaginu um frv., m.a. hjá heilbrigðisstéttum. Það er langt frá því að svo sé. Traust verður að ríkja, annars er hugmyndin ónýt. Frv. ásamt brtt. meiri hlutans er ónothæft. Málið fer hins vegar í nefndarumfjöllun milli 2. og 3. umr. Ég hef lagt fram hugmyndir til sátta og ég vona að tekið verði tillit til þeirra sjónarmiða. Það reynir því á endanlega afstöðu gagnvart málinu í 3. umr.