Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:18:01 (2043)

1998-12-10 18:18:01# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:18]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Hér stendur til að veita einkarétt á gerð og starfrækslu gagnagrunns í þeirri atvinnugrein sem ella gæti orðið einn helsti vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs. Slíkri haftastefnu er ég andvíg. Á vísindasviðinu er frjáls samkeppni mikilvægari en á flestum öðrum sviðum. Það að veita einkarétt á gerð og starfrækslu gagnagrunns án útboðs eins og til stendur að gera er ekki aðeins ótrúlegur klíkuskapur heldur augljóslega brot á jafnræðisreglum stjórnarskrárinnar, samkeppnisreglum EES-samningsins og markmiði samkeppnislaga. Ég greiði atkvæði gegn slíkum aðferðum.