Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:29:50 (2051)

1998-12-10 18:29:50# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:29]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Við erum að greiða atkvæði um svokallað aðgengi í gagnagrunnsfrv. Við stjórnarandstæðingar erum mjög á móti þessu ákvæði einfaldlega vegna þess að það torveldar aðkomu vísindamanna að gagnagrunninum. Þótt brtt. meiri hlutans hafi verið dregin til baka til frekari skoðunar vil ég að það sé alveg ljóst að við í stjórnarandstöðunni, a.m.k. í þingflokki jafnaðarmanna, höfum fjölmargar aðrar athugasemdir við þetta frv. en þær sem víkja einungis að þessari grein og það hefur komið fram í málflutningi okkar.