Málefni fatlaðra

Föstudaginn 11. desember 1998, kl. 10:32:08 (2089)

1998-12-11 10:32:08# 123. lþ. 38.5 fundur 331. mál: #A málefni fatlaðra# (yfirfærsla til sveitarfélaga) frv. 156/1998, félmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 123. lþ.

[10:32]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Svo sem kunnugt er var ráðgert að málefni fatlaðra færu til sveitarfélaganna um næstu áramót. Frá því var horfið m.a. vegna beiðni frá Reykjavíkurborg sem taldi sig vanbúna að taka við málaflokknum að svo stöddu. Því var frestað en þannig stendur á að gera þarf lítils háttar lagabreytingu vegna þessarar frestunar því að annars mundu umboð svæðisráða og framkvæmdastjóra svæðisskrifstofa falla niður um áramótin. Þetta litla frv. gengur út á að gefa heimildir til þess að endurskipa svæðisráð og framkvæmdarstjóra svæðisráða um málefni fatlaðra eftir 1. jan. 1999 en þá fellur umboð þeirra niður samkvæmt lögum.

Ég sé ekki ástæðu til að orðlengja þetta meira en óska eftir því að frv. verði sent hv. félmn. til athugunar. Reyndar er rétt að taka það fram að undirbúningi að yfirfærslunni hefur verið haldið áfram af fullum krafti og frv. um félagsþjónustu sveitarfélaga þar sem málefni fatlaðra eru felld inn í félagsþjónustulögin er nær fullbúið.