Málefni fatlaðra

Föstudaginn 11. desember 1998, kl. 10:53:51 (2095)

1998-12-11 10:53:51# 123. lþ. 38.5 fundur 331. mál: #A málefni fatlaðra# (yfirfærsla til sveitarfélaga) frv. 156/1998, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 123. lþ.

[10:53]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hóf þessa umræðu, tók að bera saman útsvör tveggja sveitarfélaga og dró svo Vestmannaeyjar þar að auki inn í það. Hann getur sjálfur tekið það til sín að hafa hafið einhverja skítaherferð á hendur einhverjum. Aftur á móti dró ég bara fram staðreyndir (SJS: Já, já.) sem tengjast því máli sem hér er til umræðu, þ.e. að fresta flutningi málefna fatlaðra yfir til sveitarfélaganna. Hver er ástæðan fyrir því? Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg treystir sér ekki til að taka við málaflokknum, stærsta sveitarfélagið á landinu. Það er mjög athyglisvert, herra forseti. Það er ekki nema eðlilegt að vinstri menn á Alþingi séu hálfslegnir yfir þeim tíðindum að vinstri meiri hlutinn í Reykjavík skuli bregðast í að yfirtaka þennan viðkvæma málaflokk og stórskaða hann, segi ég. Það er stórskaðlegt fyrir þennan málaflokk að jafnviðkvæmt ferli og málefni fatlaðra eru skuli þurfa að dragast og frestast. (Gripið fram í.) Það er mjög mikilvægt að svona flutningur sé ákveðinn og öruggur og fyrst og fremst í þágu þeirra sem þurfa að njóta, þ.e. fatlaðra. Ég held að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon verði bara að kyngja þessu.

Það hefur ekkert farið á milli mála að eftir að vinstri meiri hlutinn tók við Reykjavíkurborg hefur höfuðborgin breytt um svip. Það gíruga svipmót sem mér finnst komið yfir Reykjavíkurborg eftir að Reykjavíkurlistinn tók yfir, þar sem allt er reynt til þess að draga til sín það sem hefur hingað til verið sátt um að yrði út um land. Það hefur því miður einkennt þau störf sem R-listinn hefur staðið fyrir. (SJS: Forseti á að áminna manninn. Hann er að ...)