Málefni fatlaðra

Föstudaginn 11. desember 1998, kl. 11:12:27 (2104)

1998-12-11 11:12:27# 123. lþ. 38.5 fundur 331. mál: #A málefni fatlaðra# (yfirfærsla til sveitarfélaga) frv. 156/1998, KPál (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 123. lþ.

[11:12]

Kristján Pálsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það kemur mér mjög á óvart ef ekki er leyfilegt að tala um málefnin sem eru á dagskrá. Á dagskránni gat ég ekki séð að neitt stæði um að gert hefði verið samkomulag við minni hlutann um að ekki mætti ræða þetta nema einhvern ákveðinn tíma. Ég segi bara alveg eins og er að það eru ótrúlega mikil sárindi hjá hv. þm. minni hlutans ef einhver vogar sér að ræða um R-listann í Reykjavík í sambandi við þessi mál. Það að ímynda sér að R-listinn eða minni hlutinn séu einhverjar heilagar kýr í þessu sambandi er misskilningur. Ég mótmæli málflutningi eins og hjá hv. þm. Kristínu Halldórsdóttur, að tala um það sem einhvers konar þras að ræða málefni fatlaðra. Það er á lágu plani, hv. þm. (KH: Það sagði ég ekki.) Þú sagðir það, hv. þm.