Afgreiðsla heilbr.- og trn. á frumvarpi um gagnagrunn

Föstudaginn 11. desember 1998, kl. 14:33:57 (2130)

1998-12-11 14:33:57# 123. lþ. 38.94 fundur 159#B afgreiðsla heilbr.- og trn. á frumvarpi um gagnagrunn# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 123. lþ.

[14:33]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti ítrekar að hann getur ekki svarað fyrir gerðir heilbr.- og trn. og vonast til að fullur skilningur sé á því. Forseti mun, eins og hann sagði áðan, halda fund með formönnum þingflokka. Forseti verður nú að segja alveg eins og er að hann telur ekki efni til þess að boða til fundar með ríkisstjórn og formönnum þingflokka og vonast til að líka sé skilningur á því. En hann mun boða til fundar með formönnum þingflokka. Það er hinn rétti vettvangur til að ræða vandamál sem hér koma upp.

Forseti sér ekki heldur ástæðu til að gera fundarhlé þó að í salinn vanti einstaka þingmenn, þó þeir séu mikilvægir, og vonar að líka sé skilningur á því. Umræðan um dagskrármálið hlýtur því að halda áfram þrátt fyrir það að haldinn sé fundur, og það er ekki óalgengt, að haldnir séu fundir með forseta og formönnum þingflokka þótt fundur haldi áfram hér í salnum. (Gripið fram í.) Forseti óskar eftir samstarfi um að umræðan um dagskrármálið megi halda áfram. (Gripið fram í: Það er full andstaða við það.) Það er full andstaða við það. Forseti verður að þola þá gagnrýni að sjálfsögðu.