Afgreiðsla heilbr.- og trn. á frumvarpi um gagnagrunn

Föstudaginn 11. desember 1998, kl. 14:41:17 (2134)

1998-12-11 14:41:17# 123. lþ. 38.94 fundur 159#B afgreiðsla heilbr.- og trn. á frumvarpi um gagnagrunn# (um fundarstjórn), KH
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 123. lþ.

[14:41]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Mér er af skiljanlegum ástæðum ákaflega annt um að fjárlagaumræðan fái verðugan sess í þinghaldinu. Það hefur satt að segja verið hálfgert baks við að koma henni á og að hún geti farið fram með eðlilegum hætti. Það vill svo til að ég er næst á mælendaskrá og hugðist mæla fyrir nál. minni hluta, sem er eiginlega orðinn minni minni hluti, og ég vil taka undir þá ósk sem hér hefur komið fram um að fundi verði frestað um sinn svo tóm gefist til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp vegna vinnubragða í hv. heilbr.- og trn. Ég lýsi mig því fúsa til að doka enn um sinn með að koma að sjónarmiðum minni hlutans, eða minni minni hlutans, í hv. fjárln.