Tilhögun þingfundar

Föstudaginn 11. desember 1998, kl. 17:27:39 (2146)

1998-12-11 17:27:39# 123. lþ. 38.98 fundur 162#B tilhögun þingfundar#, SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 123. lþ.

[17:27]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Eftir þá atburði sem urðu í dag held ég að óhjákvæmilegt sé að kvitta fyrir það að hæstv. forseti hefur tekið ákvörðun um að ræða sérstaklega við heilbrigðisnefndarmenn og heilbrrh. um þau vandamál sem sköpuðust út af vinnubrögðum meiri hluta nefndarinnar í dag. Ég vil þakka forseta og jafnframt kvitta fyrir það að af okkar hálfu munum við að svo miklu leyti sem við getum beita okkur fyrir því að 2. umr. um fjárlög fyrir árið 1999 haldi áfram með þeim hætti sem hæstv. forseti lýsti.