Fjárlög 1999

Föstudaginn 11. desember 1998, kl. 18:10:57 (2153)

1998-12-11 18:10:57# 123. lþ. 38.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 123. lþ.

[18:10]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það eigi að fara að þeim mörkum sem Íslendingar hafa gengist undir að miða við. Ég tel að það eigi að byggja upp þá stóriðju á Grundartanga sem þegar hefur verið samið um. Það er búið að semja um stækkun járnblendisverksmiðju. Það er búið að ákvarða stækkun álverksmiðjunnar og það fylgdi með í starfsleyfinu. Ég tel að það séu mörkin sem þar má fara í. Annað liggur ekki fyrir að mínu viti eða ég þekki ekki til þess. (Gripið fram í.) Það sem liggur fyrir er stækkun um einn ofn í bili. Annað veit ég ekki til að hafi verið endanlega samþykkt. (Gripið fram í.) Ég styð það sem samþykkt hefur verið hingað til og ekkert annað. Ég tel að það eigi að vinna eftir þeim mörkum sem við Íslendingar höfum samið um á alþjóðavettvangi. Það er sú stefna sem ég tel að eigi að fylgja. (HG: Þá má ekki bæta við á Grundartanga.) Menn verða að leysa þau mál öðruvísi.