Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 11:19:07 (2161)

1998-12-12 11:19:07# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[11:19]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Jafnvægi í ríkisfjármálum hefur alltaf verið eitt meginstefnumið Alþb. Ég minni á að næsti fjmrh. á undan núverandi fjmrh. og forvera hans, sem skilaði afgangi á ríkissjóði, heitir Ragnar Arnalds og gegnir nú farsælum störfum í Alþingi sem varaforseti þingsins. (Fjmrh.: Man þingmaðurinn hver viðskiptahallinn var hjá honum?) Ætli hann hafði ekki verið minni en hjá núv. fjmrh., ég hygg að það sé þannig.