Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 11:19:37 (2162)

1998-12-12 11:19:37# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[11:19]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Svavar Gestsson var svolítið önugur í ræðu sinni. Þetta voru í raun hefðbundnir útúrsnúningar formanns þingflokks Alþb. þegar hann skaut á okkur framsóknarmenn og kannski ekki að ástæðulausu. Ef Alþb. væri á hlutbréfamarkaði hefði gengi hlutabréfa í bandalaginu fallið úr 9 í 5 og kannski eðlilegt að þingmaðurinn sé eilítið önugur.

Hann sneri eilítið út úr orðum mínum um styrkleika og veikleika í fjárlögum. Hann talaði um að kenna um og þakka. Ég er klár á því að ef hið háleita markmið okkar framsóknarmanna um 12 þúsund störfin hefði mistekist, þá hefði hv. þm. kennt okkur um. Við getum því verið stolt af því að hafa náð þessum markmiðum okkar og ég ber engan kinnroða vegna þess. Einn af styrkleikum okkar og ríkisstjórnarinnar er að hafa bægt frá atvinnuleysisvofunni. Ég er auðvitað stoltur af því.