Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 11:21:01 (2164)

1998-12-12 11:21:01# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[11:21]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Þetta var stutt og laggóð ræða hjá þingmanninum, kannski ein sú allra besta sem hann hefur flutt í langan tíma. Það má ekki gleyma því sem ég sagði, hv. þm. var að snúa út úr ræðu minni, það má aldrei gleyma því að beint samband er á milli velferðar og atvinnulífs og því engin ástæða til að gera lítið úr þeim árangri sem ríkisstjórnin hefur náð. Við eigum að gleðjast yfir því þegar vel gengur í stað þess að vera önug og reyna að gera lítið úr þeim góðu málum sem við höfum náð fram. Ég er stoltur af því að trú mín skuli vera jafnmikil og hv. þm. benti á.