Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 11:28:07 (2170)

1998-12-12 11:28:07# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[11:28]

Svavar Gestsson (andsvar):

Ég þakka yfir þessar yfirlýsingar um söfnin. Það er mikilvægt að fá þær og ég mun ganga eftir því frekar á öðrum vettvangi.

Varðandi innritunargjöldin og skólagjöldin er það svo að í frahaldsskólunum nema þau, ef ég man rétt, 233 millj. kr. Þar af er fallskatturinn um 12--15 millj. Síðan eru svokölluð innritunargjöld og önnur skólagjöld sem bersýnilega ganga til almenns rekstrarkostnaðar skólanna. Það er ekki nokkur leið að mæla á móti því. Þar eru upphæðirnar einhvers staðar í kringum 150 millj. kr. Þess vegna leggjum við til að þau verði felld niður svo rekstur skólanna sé ekki fjármagnaður með gjöldum á nemendur.