Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 12:14:04 (2174)

1998-12-12 12:14:04# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[12:14]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins leiðrétta þann misskilning sem kom fram í máli hv. þm. að gert væri ráð fyrir gjöldum til nemendafélaga í þessum fjárhæðum á vegum menntmrn. Svo er ekki því að frjáls aðild er að nemendafélögum og ekki er getið um fjárhag þeirra í fjárlögum. Þau eru með alveg sérstakan fjárhag og innheimta sín félagsgjöld sjálf því ekki er lögbundin skylda til aðildar að nemendafélögum. Samkvæmt framhaldsskólalögunum er frjáls aðild að þeim félögum og þau standa sjálf undir innheimtu á sínum félagsgjöldum.