Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 12:15:36 (2176)

1998-12-12 12:15:36# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[12:15]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins árétta að engin gjöld til nemendafélaga eru innheimt af skólunum. Nemendafélögin innheimta sjálf öll gjöld til sín, skólarnir innheimta skrásetningargjöld og gjöld sem lúta að efniskostnaði og öðrum þáttum eins og skilgreint er í framhaldsskólalögunum. Ríkt hefur verið gengið eftir því að þetta lægi ljóst fyrir og margsinnis áréttað af menntmrn. hvernig staðið skuli að gjaldtökunni. Nemendafélögin eru með sjálfstæðan fjárhag, án þess að skólarnir eða ríkisvaldið komi að þeirri innheimtu.