Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 12:30:48 (2180)

1998-12-12 12:30:48# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[12:30]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ekki vil ég sýna þeim hv. þm. Alþfl. sem sátu í félmrn. ósanngirni. Staðreyndin er hins vegar sú að vandi eins og sá sem við sjáum fyrir okkur í málefnum fatlaðra verður ekki til á einu kjörtímabili. Þeir sem sátu í ráðuneytinu í eins langan tíma og ráðherrar Alþfl. gerðu hljóta að bera mikla ábyrgð á þeirri stöðu.

Ég ætla ekki að fara að rífast um staðreyndir við hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur. Mig minnir hins vegar að Framkvæmdasjóður fatlaðra hafi fyrst verið skertur á árinu 1994 og það ár sat ráðherra Alþfl. í félmrn.