Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 16:30:55 (2213)

1998-12-12 16:30:55# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[16:30]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að við eigum ekki að óhreinka okkur á að vandræðast með hver gerði hvað og hvenær. Við skulum láta aðra hv. þm. eins og hv. 10. þm. Reykn. um það, hann er bestur í því. Ég held að öðrum fari betur að deila um slíkt. Hins vegar hefur hæstv. ráðherra gert ágætlega í heilsugæslumálum. Hún á þakkir skildar fyrir það.

Hvað heilsugæsluna varðar er ég hjartanlega sammála því að Hafnarfjörður eigi að vera reynslusveitarfélag á vettvangi heilsugæslumála þó að ég hefði betur treyst öðrum meiri hluta til að standa undir því, fremur en núverandi meiri hluta þar syðra. Mín skoðun er hins vegar sú að heilsugæslan í heild sinni eigi að fara heim í hérað. Við eigum að vinna saman að því að láta það gerast fljótlega á nýrri öld. Það finnst mér vera kjarni málsins.