Húsnæðissamvinnufélög

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 18:19:33 (2239)

1998-12-12 18:19:33# 123. lþ. 39.4 fundur 333. mál: #A húsnæðissamvinnufélög# frv. 161/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[18:19]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt að þetta hefði komið fram í miklum umræðum sem urðu um húsnæðismál í vor. Ég hélt að þessi hugmynd hefði verið tekin til umræðu þá en það kann að vera misminni. Ein leiðin sem við höfum velt fyrir okkur, í staðinn fyrir þessa niðurgreiddu vexti sem eru að sumu leyti hálfgert ólán, þeir hafa sína galla a.m.k., er hvort ekki væri jafngild hjálp við að koma leiguíbúðunum upp að ríkið bara borgaði ákveðinn hluta af verði hverrar íbúðar. Þetta atriði er samningsatriði við sveitarfélögin, við ákveðum þetta ekki einhliða og þessum samningum er engan veginn lokið.