Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 13:44:55 (2250)

1998-12-14 13:44:55# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[13:44]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu mína að verja 7 millj. kr. meira til bókakaupa á háskólastigi. Brýnt er að mínu mati og annarra að verja meira fé til bókakaupa. Í þeim málum ríkir ófremdarástand eins og allir sem þekkja til mála vita, bæði hvað varðar bækur og tímarit. Ég tel ekki mikið gert þó að bætt sé nokkuð hvað þennan lið varðar. Ég vil geta þess sérstaklega, herra forseti, að gert er ráð fyrir tekjuöflun til þessarar brtt. og annarra brtt. frá mér. Það er tillaga sem liggur fyrir og kemur til atkvæðagreiðslu við 3. umr. þannig að ég bið hv. þingmenn að íhuga hvort fénu sé ekki vel varið til bókakaupa fyrir háskólastigið.