Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 14:00:02 (2253)

1998-12-14 14:00:02# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[14:00]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Fyrir um það bil þremur árum jókst mjög neysla harðra fíkniefna á Íslandi og virðist enginn endir á því hversu sá ófögnuður streymir inn í landið. Jafnframt því sem ég fagna því sérstaklega að í þessu frv. er lagt aukið fé til meðferðarúrræða og lagt er aukið fé til forvarna, þá leggjum við til á þessu þingskjali að bætt sé við fjármunum til löggæslu vegna fíkniefnamála. Við teljum málið mjög brýnt. Það er minni hluti fjárln. sem flytur tillöguna. Ég segi já.