Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 14:06:11 (2255)

1998-12-14 14:06:11# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[14:06]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Hér er lagt til að þegar verði hafist handa við rannsóknarverkefni um efnahagsleg völd kvenna og karla með myndarlegum hætti eins og gert hefur verið í Svíþjóð og Noregi með þeim afleiðingum að ýmsar goðsagnir um jafnréttismál hafa verið afhjúpaðar. Það var upplýst á Alþingi í fyrirspurnatíma um daginn að ríkisstjórnin hygðist ekki framkvæma þennan lið framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum fyrr en eftir tvö til þrjú ár og ætlar til þess lítið fjármagn. Við kvennalistakonur teljum brýnt að gera svona úttekt, ekki síst með tilliti til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og leggjum hér til að 5 millj. kr. verði varið til slíkrar rannsóknar sem þarf að vera þverfagleg með sjónarmið kvenna og kynjafræða í fyrirrúmi eins og gert var í Svíþjóð. Ég segi að sjálfsögðu já.