Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 14:26:50 (2259)

1998-12-14 14:26:50# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[14:26]

Svavar Gestsson:

Í þessari tillögu, herra forseti, er gert ráð fyrir því að komugjöld á heilsugæslustöðvum verði felld niður. Hafa verið fluttar um það tillögur í þinginu undanfarin ár, á hverju einasta þingi, tillögur um sérstakar breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu. Hér háttar þannig til að fulltrúar þriggja þingflokka, Alþb., þingflokks jafnaðarmanna og Samtaka um kvennalista, standa að þessari tillögu þannig að í því felst mjög mikilvæg pólitísk stefnumótun þegar það svo bætist við að þingflokkur óháðra flytur samhljóða tillögu að mér sýnist sem er á þskj. 457.

Ég tel að hér sé um það að ræða að verið sé að lýsa því yfir að það eigi að fjármagna heilbrigðisþjónustuna með sköttum eftir efnum og ástæðum en ekki með sköttum á sjúklinga. Það er mjög mikilvægt að slík pólitísk yfirlýsing liggi fyrir.