Framhald umræðu um gagnagrunnsfrumvarpið

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 13:48:38 (2281)

1998-12-15 13:48:38# 123. lþ. 41.91 fundur 170#B framhald umræðu um gagnagrunnsfrumvarpið# (aths. um störf þingsins), GE
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[13:48]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum á að keyra inn í gagnagrunnsfrv. erfða- og ættfræðiupplýsingar um einstaklinga án samþykkis tölvunefndar í hverju tilviki. Ég lýsti því yfir að ég mundi styðja gagnagrunnsfrv. óbreytt eins og það var lagt fram í haust. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef og eins og ég sé þetta fyrir mér, þá er málið mjög breytt. Það gjörbreytir minni afstöðu. Ég skora á hæstv. heilbrrh. að beita sér fyrir því að umræða um málið verði stöðvuð í bili, að kallaður verði saman fundur og þeim aðilum sem óskuðu eftir að ræða við hv. heilbr.- og trn. verði gefið tækifæri til að ræða málið. Ég legg til, herra forseti, að málinu verði frestað í einn dag. Þá gefst nægur tími til að afgreiða málið eftir það.