Framhald umræðu um gagnagrunnsfrumvarpið

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 14:01:36 (2288)

1998-12-15 14:01:36# 123. lþ. 41.91 fundur 170#B framhald umræðu um gagnagrunnsfrumvarpið# (aths. um störf þingsins), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[14:01]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Fram hefur komið ósk að gert verði hlé á umræðunni þannig að þingflokksformenn geti fundað um málið. Ég vek hins vegar athygli þeirra sem tekið hafa þátt í umræðunni á því að sú beiðni hefur ekki fengið neinar undirtektir af hálfu þeirra sem með málin fara. Ég hef kannað hvort líkur séu á því að árangur yrði af fundi um málið. Niðurstaða mín er sú að ekki séu neinar líkur á að slíkur fundur eða slíkt hlé mundi skila neinum árangri. Málið sem við ætlum að ræða hér er eina málið sem er á dagskrá. Stefnt er að því að ljúka umræðunni í dag og því hljótum við að taka það mál fyrir.