Beiðni um fundarhlé

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 14:05:51 (2292)

1998-12-15 14:05:51# 123. lþ. 41.93 fundur 172#B beiðni um fundarhlé# (um fundarstjórn), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[14:05]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Hér hafa verið ítrekaðar óskir um það að hlé verði gert á fundinum til þess að unnt sé að koma á viðræðum um það hvernig dagskrá verði hagað í dag.

Ég verð hins vegar að ítreka það sem ég hef þegar sagt. Þótt talsmenn stjórnarandstöðunnar hafi óskað eftir því að gert sé hlé, þá þarf að vera vilji til viðræðna og samninga af hálfu stjórnar og stjórnarandstöðu. Af samtölum mínum við forsvarsmenn stjórnarflokkanna er ljóst að það er ekki grundvöllur fyrir þessum viðræðum nú á næstu mínútum, hvað sem síðar verður. Það er því ekki grundvöllur fyrir því að gera hlé vegna þessa. Forseti hlýtur að taka tillit til þess að ólíklegt sé að nokkur árangur verði af slíkum fundi og getur ekki fallist á að hann verði haldinn. Forseti hlýtur því að taka málið á dagskrá.