Beiðni um fundarhlé

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 14:10:41 (2296)

1998-12-15 14:10:41# 123. lþ. 41.93 fundur 172#B beiðni um fundarhlé# (um fundarstjórn), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[14:10]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Mér finnst nokkurrar óbilgirni hafa gætt í þessari umræðu stjórnarandstöðunnar um störf forseta. Að sjálfsögðu geta menn alltaf rætt saman. Ég verð að segja að mér finnst ótrúlegt að endilega þurfi að gera hlé á þingfundi þó þingflokksformenn flokkanna ræði saman. Ég get ekki séð sérstaka nauðsyn á því. Það er aðeins eitt mál á dagskrá. Hér hefur verið rætt um málsmeðferð þess alveg frá því klukkan hálftvö og nú er farið fram á að gera hlé á þingfundi til þess að formenn þingflokka geti rætt saman. Ég sé enga ástæðu til þess en ef forseti þingsins telur eðlilegt að gera slíkt hlé, þá er það í hans valdi.