Framhald þingstarfa

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 14:51:57 (2304)

1998-12-15 14:51:57# 123. lþ. 41.94 fundur 173#B framhald þingstarfa# (um fundarstjórn), ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[14:51]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Ég vil að það komi skýrt fram og til að leiðrétta þann misskilning sem mátti hafa eftir þær umræður sem urðu hér á undan fundi með forseta að stjórnarmeirihlutinn er ekki andvígur því þingstörfin og framhald þinghaldsins sé rætt. Það er hins vegar afar mikilvægt að menn átti sig á því að oddvitar stjórnarþingflokkanna eru ekki tilbúnir til þess að beita sér fyrir breyttri málsmeðferð hjá heilbr.- og trn., enda hafa nefndarmenn úr þeirri nefnd fært skýr rök fyrir þeirri niðurstöðu sem þar er fengin.

Ég fyrir hönd okkar framsóknarmanna, þingflokks framsóknarmanna, er tilbúinn til að ræða þinghaldið fram undan en ég geri mér grein fyrir að vegna þeirrar stöðu sem nú er er lítil von til þess að samkomulag verði að þessu sinni. En í hvert skipti sem undir það má hilla lýsi ég mig reiðubúinn til þess.