Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 15:22:11 (2318)

1998-12-15 15:22:11# 123. lþ. 41.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[15:22]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ef á að samkeyra t.d. erfðafræðiupplýsingar við heilsufarsgrunninn, leggjum við til að það verði gert með sérstöku vinnulagi og vinnuferli sem þarf að uppfylla skilyrði tölvunefndar. (Gripið fram í: Til að tryggja persónuverndina?) Til að tryggja persónuverndina þannig að ekki sé hægt að samkeyra hluta af erfðafræðigrunninum við hluta af heilsufarsgrunninum svo persónurnar verði greindar. Það er gert með sérstökum aðgangstakmörkunum og hv. þm. Kristín Ástgeirsdóttir spurði hvað það þýddi. Það þýðir t.d. aðgangstakmarkanir eins og þær sem hafa talsvert verið ræddar í umræðunum um að ekki megi fá upplýsingar um minni hóp en 10 einstaklinga í einu hið minnsta svo ekki sé hægt að þrengja úrtakið og hægt að finna einstaklinga og ekki megi vera með raðspurningar og annað slíkt.