Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 21:40:20 (2372)

1998-12-15 21:40:20# 123. lþ. 42.2 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 123. lþ.

[21:40]

Sólveig Pétursdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að hér sé um nokkra útúrsnúninga að ræða hjá hv. formanni heilbr.- og trn. Við öll í nefndinni höfum auðvitað fengið þessar upplýsingar sem hann var að vitna til frá starfsmanni Íslenskrar erfðagreiningar, sem kom reyndar á okkar fund, þ.e. dr. Hákon Guðbjartsson. Ég hygg að enginn ágreiningur sé um það hvað hann er að setja fram í sínu áliti. (ÖS: Við höfum ekki fengið neitt álit frá honum.) (Gripið fram í.) (ÁRJ: Hefur þú fengið það?) (ÖS: Við fengum ekki að sjá það.)

(Forseti (ÓE): Ekki grípa fram í.)

Ég get bara sýnt hv. þingmönnum það hér á eftir. (ÁRJ: Það er orðið dálítið seint.) Það er ekki neitt leyndarmál. Mér þykir líka miður ef hv. þm. hefur skilið orð framkvæmdastjóra tölvunefndar á annan hátt vegna þess að við í meiri hlutanum teljum að það komi skýrt fram hvað hér er átt við. En á sama hátt teljum við að þau orð hennar sem vitnað er til í frhnál. minni hlutans séu slitin úr samhengi.